04. apríl 2014 kl. 16:26 | | Fréttir |

Við hittumst heil á mánudaginn

#verkfalliðerbúið


02.04.14 | | Fréttir |

Drífið ykkur!

Nú fer hver að verða síðastur til að kaupa sér miða á fyrstu sýningarnar af Vorið vaknar! Að sjálfsögðu ætla allir að drífa sig í leikhús, það er ekki á hverjum degi sem LMA setur upp svona flotta sýningu. Auk þess kostar miðinn ekki nemar litlar 2.500 krónur, en þá er hægt að kaupa hér. Svo [...]
29.03.14 | | Fréttir |

Vinnuhelgi í HA

  Vinnuhelgi HA er núna um helgina. Kíkjum sem flest á þetta,sigurvegarinn er miljón krónum ríkari!


19.03.14 | | Fréttir |

Tónleikar 27. mars!

Fimmtudagskvöldið 27. mars verða haldnir tónleikar í Kvosinni, hvað er betra en að fara á tónleika í verkfallinu? Fram koma Nolo, Sin Fang og Hermigervill. Þeir byrja kl. 20 og miðaverð eru litlar 1500 krónur! Við hvetjum alla til að drífa sig í Kvosina á fimmtudaginn í næstu viku. Það eru eflaust allir uppgefnir og [...]
14.03.14 | | Fréttir |

Ef kemur til verkfalls

Skólameistari hefur birt á vef skólans upplýsingar og ráð til nemenda ef til verkfalls kemur. Smellið hér til að sjá það.

08.03.14 | | Fréttir |

Keppni í tungumálum

Þýskuþrautinni lauk í liðinni viku. Enn er hægt að keppa í tungumálum. Hér eru upplýsingar um FRÖNSKUKEPPNI: Á frönsku kaffihúsi Vika franskrar tungu og keppni frönskunema: Keppni meðal íslenskra menntaskólanema í tilefni af viku franskrar tungu. Sigurvegarinn hlýtur að launum námskeið í Frakklandi sem fer fram í ágústmánuði. Allir nemendur í frönsku í framhaldsskólum (sem eru fæddir fyrir 1. ágúst [...]
20.12.13 | | Fréttir |

Jóla og nýárskveðjur

Skólafélagið Huginn og skólablaðið Muninn óska öllum nemendum, kennurum, skólameistara ,starfsfólki og velunnurum Menntaskólans á Akureyri; Gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. Með hugheilli þökk fyrir samverustundir líðandi árs. Sjáumst öll sem fyrst á nýju ári – hress og glöð. Jólakveðja, frá vinum ykkar í Hugins- og Muninsstjórninni.

19.12.13 | | Fréttir |

Útgáfa Munins

Skólablaðið Muninn kom út á dögunum, með tilheyrandi glensi og gríni. Blaðið í var nokkuð veglegt, hátt í níutíu blaðsíður að lengd. Sérstakar þakkir fá allir sem á einn eða annan hátt studdu við útkomu blaðsins. Hægt er að nálgast blaðið í hlekknum hér að neðan. Takk fyrir okkur, Muninsstjórnin.
20.11.13 | | Fréttir |

Árshátíðin

UPPFÆRT: Síðasti frestur til miðakaupa er morgundagurinn, 29. nóvember. Miðaverð er 6.900 krónur en húsið opnar 18:15. Kæru menntskælingar, takið þann 29. nóvember næstkomandi frá því hin árlega árshátíð Menntaskólans á Akureyri verður haldin í Íþróttahöllinni með prompi og prakti, samdægurs! Árshátíð menntaskólans hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem árlegur viðburður innan skólans, en hátíðin [...]

Innskráning